fimmtudagur, maí 10, 2007

Ný skoðanakönnun!

Skoðanakannanir eru ágætar sem slíkar en mikið óskaplega má ofgera hlutum. Úrtök eru greinilega æði misjöfn og forsendur eru sjaldnast gefnar upp. Þetta er þreytandi og þegar Agnes Bragadóttir sá ágæti blaðamaður býsnast yfir leiðindum kosningabaráttunnar væri ekki úr vegi að benda henni á að blaðið hennar gegnir lykilhlutverki í því að draga allan kraft úr baráttunni. Þegar skoðanakannanir eru farnar að verða að helstu kosningamálum flokkanna er eitthvað mikið að. Fyrsta spurning blaða- og fréttamanna til stjórnmálamanna snýst æ meira um að fá viðbrögð við nýjustu skoðanakönnunum. Þvílík leiðindi. Til að toppa leiðindin birti ég hér hávísindalega könnun sem var gerð á ónefndum vinnustað á Íslandi í aðdraganda kosninganna – 100% svarhlutfall.

B 20%
D 40%
F 0,0%
I 0,0%
S 40%
V 0,0%

Eigum við ekki bara að bregðast við þessu með viðtölum og greiningu í öllum fjölmiðlum landsins?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home