mánudagur, maí 07, 2007

Ramminn

Það kom fram í máli sjávarútvegsráðherra á fundi um atvinnumál að vandi atvinnulífs í Bolungarvík væri tímabundinn og stafaði af erfiðleikum í tengslum við rækjuvinnslu. Ég er sammála Einari Kristni hvað fyrra atriðið varðar - vandinn er tímabundinn. Ég er hins vegar ekki viss um að rækjuvinnsla sé það sem rétta muni kúrsinn til lengri tíma litið. Sjávarútveginn þarf vissulega að styrkja og bæta hér á svæðinu en það er ýmislegt annað sem þarf að huga að. Stjórnvöld á hverjum tíma þurfa að búa til ramma sem íbúar, fyrirtæki og opinberir aðilar spila innan. Hérna fyrir vestan þarf að endurhanna rammann. Hver er stefna stjórnvalda og stjórnarandstöðu þegar kemur að þessum ramma?

Vestfirðingar ættu að fá svör við eftirfarandi spurningum frá öllum stjórnmálaflokkum, sem bjóða fram til Alþingis, áður en þeir ganga í kjörklefann á laugardaginn:


1. Kemur flutningsjöfnun í formi strandsiglinga eða eftir öðrum leiðum til greina og þá með hvaða hætti?
2. Á að stofna Háskóla á Vestfjörðum - hvaða deild(ir) og hvenær?

3. Þarf að auka tekjustofna sveitarfélaga - hvaða og hvenær?
4. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í skattamálum?
5. Kemur til greina að beita sértækum svæðabundnum aðgerðum í samgöngumálum?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home