miðvikudagur, apríl 25, 2007

Sakleysið

Mikið var gaman í gær á tónleikum í Bolungarvík. Ólöf Arnalds, Lay Low og Pétur Pen allt magnaðir listamenn og gáfu okkur frábæra tónleika. Ólöf er samt í algjöru uppáhaldi hjá mér og það kæmi mér ekki á óvart að hún myndi ná verulegum hæðum í framtíðinni. Reyndar hugsaði ég talsvert um viðskipti og tónlist í gær. Nú hafa fjárfestar lagt talsverða peninga í Nylon, Garðar Thor og Silvíu með von um vinsældir og gróða. Þau þrjú sem komu fram í gær eiga hins vegar að mínu mati mun meiri séns á alþjóðahylli en Nylon og Silvía. Silvia og Nylon eru alls ekki léleg atriði en markaðurinn er svo mettaður og lítið pláss fyrir meira af því sama. Það má vel vera að Garðari takist vel upp – ég þekki þann markað ekki nógu vel. Þau þrjú sem komu fram í gær hafa öll talsvert nýtt fram að færa og séu landvinningar okkar Íslendinga á listasviðinu skoðaðir kemur í ljós að listamenn með sérkenni eru þeir sem hafa komist á kortið.

Skriðurnar komu einnig fram í gær og voru frábærar – fyrir utan fremur ljóta konu með skegg sem spilaði á bassa með þeim í gær. Hún var greinilega illa æfð og stóð fyrirmyndinni langt að baki. Skriðurnar söknuðu því sárlega klettsins með gígjuna.

Að lokum. Sá þetta komment á einni bloggsíðunni um minn ágæta vin Dr. Lýð Árnason: Mér virðist Lýður vera einlægur og góð manneskja. En hann kann líka að láta það frá sér. Afslappaður og rólegur. Minnir mig á Björk, sem manneskja meina ég, þetta barnslega sakleysi sem manneskjur bera með sér alla ævina. Ótrúlega flott og einhvernveginn þau eru bara svona af náð og miskunn almættisins.

Jú, er það ekki bara - Lýður og Björk eru alveg eins.....

4 Comments:

At 4:10 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

vinsældir Garðars og Nylon eru stórlega ofmetnar og sennilega hvergi til nema í huga hins venjulega" íslendings

hver sendir fjölmiðlum fréttirnar!!!!!!!!!!!

 
At 9:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Garðar Thor er nú að gera fína hluti í Bretlandi og það er hægt að skoða það bara á sölu listum sem birtir eru á netinu. hinsvegar set ég spurningarmerki við Nylon en ég vona samt að þeim gangi allt í haginn.

 
At 3:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hreint frábærir tónleikar.
Þá má líkja Nælon við bleika rjómatertu með gervirjóma og krúttunum við gott gróft brauð. Bara frumleg og einlæg!

 
At 12:03 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Lýður og Björk... já ég sé það núna.. hann minnti mig alltaf á einhvern og nú veit ég hvern... auðvitað Björk!

 

Skrifa ummæli

<< Home