
Doktor Lýður hefur gert snilldar
auglýsingar fyrir Frjálslyndaflokkinn. Hann er listamaður í eðli sínu - menn hafa líkt honum við Björk nú eða kallað hann fjöllistamann. Eins og listamönnum sæmir þá er sköpunarverkið ekki alltaf byggt á staðreyndum. Frelsi listamannsins til túlkunar er jú heilagt. Ég verð því að játa að fullyrðing Dodda um bæjarstjórann í Bolungarvík er byggð á sandi og óskhyggju doktorsins. En auglýsingin er meistaraverk.
1 Comments:
Og Ingunn Ósk Sturludóttir hefði kosið Frjálslynda flokkinn hefði hún verið svo lánsöm að sjá þessa stórkostlegu auglýsingu fyrir kosningar. Kynningarstefið er áhrifamikið á harmóníum. Ég er frjáls eftir að hafa séð þetta, en því miður of seint. Ingunn
Skrifa ummæli
<< Home