fimmtudagur, maí 17, 2007

The Who

Var að hlusta á The Who þátt Óla Palla á Rúv áðan – milli þess sem ég sneyddi hjá steinum og holum á Hrafnseyrarheiði. Ég verð að játa að mér þótti aldrei mikið til koma Who og hreytti stundum ónotum í doktorinn þegar hann lofsöng Tommy og aðrar dyggðir The Who. Ég verð að játa að eftir að hafa rifjað upp með Óla Palla í eyrunum öll meistaraverk The Who tók ég ákvörðun að gefa þeim séns. Þetta er margt svo skrambi gott.

Spennandi tímar í landstjórnarmálum og blikur á lofti á Flateyri héldu mér þó við efnið og daginn í dag. Þetta er ansi brothætt kerfi sem við búum við þegar kemur að atvinnuöryggi sjómanna og fiskverkafólks. Vestfirðingar hafa fengið að reyna það sl. vikur og auðvitað allan þann tíma sem aflaheimildir hafa gengið kaupum og sölum. Krossgöturnar eru staðreynd að það þarf ekki að vera slæmt – það þarf stundum krossgötur til þess að komast á gæfubrautina að nýju. Tækifærin eru svo sannarlega hér – það er bara að búa við byggðarvinsamlega landsstjórn og framsýna ráðamenn. Við slíkar aðstæður þrífast frumkvöðlar best og þeirra tími er núna – fyrir Vestan.

2 Comments:

At 6:39 e.h., Blogger kriss rokk said...

Gaman Grímur að þú skulir vera að uppgötva svona fína músík.
Ég er með annað band sem að þú ættir að prófa að hlusta á, hljómsveitin heitir the Beatles og er frá Englandi. Tékkaðu á því.
Bestu kveðjur til Bolungarvíkur.
Kriss

 
At 11:34 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hey, takk fyrir hintið. Hlustaði á þá - fannst þeir svoldið gamaldags. Heyrist þeir vera að stela lögum frá Jo Cocker o.fl. meisturum 7. áratugarins.

 

Skrifa ummæli

<< Home