Grjóthrun í Hólshreppi

Hér er svo Eliza Wrona – með aðeins of miklu Dolby fyrir minn smekk en það lagast í Önundarfirðinum.
Steingrímsfjarðarheiði er heiði sem mér er ekkert sérstaklega vel við. Vond heiði að fara yfir – veður oft válynd. Lenti í hremmingum þar fyrir viku – velti bílnum með dýrmætan farm innanborðs. Er óendanlega feginn að hafa sloppið með skrámur og börnin mín algjörlega heil. Þakka líka fyrir að gott fólk kom innan við 20 mínútum eftir óhappið þar sem símasambandslaust er á heiðinni. Botna ekkert í því Steingrímsfjarðarheiði skuli ekki hafa verið efst á forgangslistanum varðandi GSM senda á fjallvegi landsins. Holtavörðuheiðin er núna komin í samband, sem er gott, en munurinn á Steingrímsfjarðarheiði og Holtavörðuheiði er að sú fyrrnefnda er fáfarnari. Þar af leiðir getur fólk þurft að bíða lengur eftir hjálp þar en á t.d. Holtavörðuheiðinni. Hefði ekki verið skynsamlegt að tengja fyrst fáfarnari heiðar?
Óttinn er við völd. Fyrirtæki og stjórnendur þeirra eru þessa dagana áberandi í óttaumræðunni. Ef við fáum ekki að stækka þá förum við. Ef við getum ekki gert allt upp í evrum þá förum við. Ég get vel skilið að fyrirtæki þurfi að auka hagnað sinn og bæta afkomu sína. En mér finnst harla aumingjalegt að hóta hinu og þessu ef menn fái ekki þetta eða hitt......
Gunnar Þórðarson sendir mér tóninn hér á Bæjarins besta vegna skrifa minna um strandsiglingar. Hann segir mig vera illa upplýstan og dregur í efa ýmislegt sem ég lagt fram. Það er vissulega rétt hjá Gunnari að Marco Polo snýst um að koma flutningum af vegum yfir á sjó. Það er einmitt það sem ég er að benda á í mínum skrifum. Við eigum rétt eins og Evrópusambandsríkin í stórkostlegum vanda með stóra flutningabíla á vegum landsins. Vegakerfi okkar er rétt eins og vegakerfi Evrópu löngu sprungið – þrátt fyrir aðrar forsendur. Það má vel vera að erfitt hefði verið fyrir okkur að taka þátt í Marco Polo en það er afleitt hversu lítið það var kannað og að fyrirframgefnar úrtölur misupplýstra manna réðu þar úrslitum.
Sturla Böðvarsson kýs að fara heldur neikvæða leið í svörum sínum við grein minni um strandsiglingar og Evrópusambandið. Í viðtali sem birtist í Bæjarins besta þann 2. mars sl. segir Sturla: