Skákmót og Baggalútur

Hraðskákmót Íslands verður haldið í Víkinni 11. nóvmeber nk. Vegleg verðlaun í mörgum flokkum. Um kvöldið verður síðan haldið dansiball með Baggalút í Víkurbæ og Hólshreppurinn mætir einnig til leiks með sitt Grjóthrun. Mér segist svo hugur að þetta verði öflug helgi hér vestra og skora á nærsveitarmenn (nær og fjær) að fjölmenna - tefla og sprella. Þess ber að geta að ungir jafnt sem aldnir geta tekið þátt í skákinni.