mánudagur, júní 11, 2007

Uppruni tegundanna

Ætla að leita upprunans í sumar. Reyndar má segja að með því að flytja vestur hafi sú leit hafist enda hálfur að vestan. Hins vegar hef ég aldrei komið á Hornstrandir en þaðan komu þessi heljarmenni sem lifðu af aldamótin þar síðustu og settust að í Súðavík. Við Helga Vala ætlum því að eyða nokkrum dögum það nyrðra í sumar.

Langalangafi minn Jón Valgeir Hermannsson var mikill víkingur úr Furufirði en hann náði því að verða 94 ára sem þykir býsna gott í dag og næsta fáheyrt á þeim tíma sem hann var uppi. Hann skaut ísbjörn, lóðsaði skip um erfiðar siglingaleiðir og gróf tvö barna sinna í skafl þegar ekki var hægt að taka gröf vegna frosta. Ég held að heljarmenni sé réttnefni í þessu samhengi. Við eigum sama afmælisdag ég og hann Jón Valgeir en ég var skírður í höfuðið á syni hans Grími Jónssyni.

1 Comments:

At 4:29 e.h., Blogger Gestur Svavarsson said...

Það er spennandi.

Við þessa upplifun af uppruna tegundanna lyftist á manni sinnið og skilningur á tíma leiðréttist.

Þá á ég við að stað þess að nýta tínamm endalaust, lærir maður að njóta hans.

Ekki amalegt hlutskipti það.

 

Skrifa ummæli

<< Home