þriðjudagur, júní 12, 2007

Íbúðalánasjóður þarf að vera til

Íbúðalánasjóður er góð stofnun að mörgu leyti. Hún er lífsnauðsynleg fyrir íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Það er fráleitt að ætla að stofnunin beri ábyrgð á hækkun á fasteignamarkaðnum og auknum lántökum heimilana - eða að Íbúalánasjóður dragi úr hagvexti. Þar bera bankarnir ásamt stjórnvöldum, sem framkvæmdu jafnframt því sem þau hleyptu bankakerfinu á skeið, mesta ábyrgð. Það er hins vegar er galli á gjöf Njarðar þegar Íbúðalánasjóður er annars vegar. Sumir njóta betri kjara en aðrir:

Á Vestfjörðum er hámarkslán Íbúðalánasjóðs 18 milljónir þó aldrei hærra en sem nemur 1.5 x fasteingamat.
Í Reykjavík er sama hámark en þó aldrei hærra en sem nemur 80% af brunabótamati.
Á Austfjörðum er sama hámark en þó aldrei hærra en sem nemur 2.0 x fasteignamat.

Þetta er einkennilegur reikningur. Hvers vegna er ekki stuðst við 80% af brunabótamati út um allt land? Fer fólk ekki í greiðslumat og fær úr því skorið að það geti greitt af lánum sínum?

En við erum á mikilli furðusiglingu. Las þetta á visir.is áðan:

Mikil eftirspurn er eftir lúxusíbúðum í miðborg Reykjavíkur. Í skuggahverfi rísa nú háhýsi þar sem íbúðirnar koma til með að kosta allt að 230 milljónir króna.

Vonandi pissar kötturinn ekki í stigaganginn....

2 Comments:

At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

230 milljónir fyrir íbúð? Er fólkinu sjálfrátt?

 
At 2:31 e.h., Blogger Unknown said...

Vá! Ég gæti keypt lúxusvilluna mína hér í víkinni ÞRJÁTÍU OG SJÖ sinnum fyrir þessa upphæð! Lúxus er afstæður. Mér finnst mitt hús t.d. algjör lúxus, ekki síst sökum staðsetningar þess. Það er dýrt að vilja lúxus í menguninni fyrir sunnan - svo ekki sé meira sagt.

 

Skrifa ummæli

<< Home