sunnudagur, júní 17, 2007

Fiskur og annað

Geir H. Haarde hélt hátíðarræðu fyrir sunnan í dag. Hann talaði m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið og tillögur Hafró. Ég verð að játa að það ræða forsætisráðherra gerði mig nett stressaðan part úr degi. Þá sérstaklega þessi hluti ræðunnar:

Hverjum manni er það ljóst að þjóðin er nú betur í stakk búin til að takast á við áföll á þessu sviði en oftast áður. Nú er meiri viðspyrna og við höfum betri efni á að líta til lengri tíma og taka á okkur byrðar sem létt gætu róðurinn síðar. Það eru hyggindi sem í hag koma.

Það kvað við nokkuð afgerandi tón hjá Sturlu Böðvarssyni sem hélt hátíðarræðuna á Ísafirði í dag. Ég hef ekki alltaf verið sammála Sturlu en að þessu sinni tel ég hann að mörgu leyti hafa hitt naglann á höfuðið. Hann sagði fiskveiðistjórnunarkerfið hafa mistekist og við því þyrfti að bregðast. Hann sagði einnig:

Aðrir landshlutar svo sem höfuðborgarsvæðið, Suðurnes og miðausturland munu eflast með stóriðjunni og vegna vaxandi fjármálastarfsemi, stjórnsýslu, þjónustu opinberra stofnana sem starfa á landsvísu mun höfuðborgarsvæðið stöðugt eflast. Þeir landshlutar verða að gefa eftir hlutdeildina í sjávarútvegi til þeirra landshluta sem geta best nýtt fiskimiðin á hagkvæman hátt og skapað vinnu við sjávarútveginn.

Þegar ræðurnar eru lesnar saman má lesa ákveðinn samhljóm. Geir sagði nefnilega líka:

Það er skylda ríkisvaldsins að koma þeim byggðarlögum til hjálpar þar sem grundvöllur atvinnustarfsemi og samfélags brestur, hvort sem það er í sjávarútvegi eða öðrum greinum.

Ég trúi því að ríkisstjórnin ætli sér að beita svæðisbundnum aðgerðum – það er vel hægt og þarf að gera. Fagna ræðu Sturlu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home