þriðjudagur, júní 19, 2007

Víðtækar sértækar aðgerðir

Ríkisstjórnin hélt fund í morgun. Umræðuefnið var m.a. tillögur Hafró um aflaniðurskuð á komandi fiskveiðiári og áhrif þeirra á sjávarbyggðirnar. Ráðherrar keppast við að tíunda að bregðast verði við ástandinu en þó aðeins með almennum aðgerðum til framtíðar eins og samgöngubótum, eflingu fjarskiptamála og eflingu menntastofnana. Allt mjög gott - sé horft til lengri tíma.

Þegar Össur Skarphéðinsson var spurður út í hvort til greina kæmi að beita sértækum aðgerðum svaraði hann: Það liggur alveg ljóst fyrir að það er ekki hægt að fara í víðtækar sértækar aðgerðir.

Hvað ætli það þýði þegar farið er í víðtækar sértækar aðgerðir? En þegar ekki er hægt að fara í víðtækar sértækar aðgerðir?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home